Fréttir

Nýjustu fréttir

Mynd með frétt

KR eru íslandsmeistarar í 10. flokki drengja 2018!

14 maí 2018Um helgina var leikið til úrslita á íslandsmótinu í 10. flokki drengja í Njarðvík á seinni úrslitahelgi yngri flokka 2018. Það var lið KR sem stóð uppi sem íslandsmeistari 2018. KR lék í undanúrslitunum gegn Stjörnunni og í hinum undanúrslitaleiknum voru það Vestri/Skallagrímur sem höfðu betur gegn Val. Í úrslitaleiknum var það svo KR sem vann Vestra/Skallagrím eftir framlengdan spennuleik 75:74. Þjálfari liðsins er Benedikt Guðmundsson og aðstoðarþjálfari er Jens Guðmundsson. Óli Gunnar Gestsson var valinn besti leikmaður úrslitaleiksins. Hann var með 23 stig, 2 fráköst og 2 stoðsendingar og skoraði að auki stóra jöfnunarkörfu sem kom leiknum í framlengingu.Meira
Mynd með frétt

Úrslit yngri flokka · Seinni helgin 2018 11.-13. maí í Njarðvík

7 maí 2018Úrslit yngri flokka á þessu tímabili eru síðustu viðburðir Íslandsmótsins 2017/2018 og eru jafnan hápunktur tímabilsins hjá mörgum leikmönnum í yngri flokkunum. Tímabilið í ár hefur verið mjög gott fyrir körfuboltann í landinu og hefur íslenskur körfubolti hefur sjaldan eða aldrei fengið eins mikla athygli og í ár. Dagskrá seinni úrslitahelgar yngri flokka sem fram fer 11.-13. maí er tilbúin. Leikið verður í Ljónagryfjunni í umsjón Njarðvíkur og dagskráin fyrir helgina hér fyrir neðan. Meira
Mynd með frétt

Haukar eru íslandsmeistarar í Drengjaflokki 2018!

7 maí 2018Um helgina var leikið til úrslita á íslandsmótinu í Drengjaflokki í DHL-höllinni á fyrri úrslita helgi yngri flokka 2018. Það var lið Hauka sem stóð uppi sem íslandsmeistari 2018. ​ Haukar léku í undanúrslitunum gegn KR og í hinum undanúrslitaleiknum var það Stjarnan sem hafði betur gegn Þór Akureyri. Í úrslitaleiknum voru það svo Haukar sem stóðu upppi sem sigurvegarar í úrslitaleiknum gegn Stjörnunni en lokatölur urðu 79:89 fyrir Hauka. Þjálfari liðsins Ívar Ásgrímsson. Hilmar Pétursson var valin besti leikmaður úrslitaleiksins. Hann endaði skilaði 30 stigum, 8 fráköstum og gaf þrjár stoðsendingar fyrir Hauka.Meira
Mynd með frétt

Keflavík er íslandsmeistari í Stúlknaflokki 2018!

7 maí 2018Um helgina var leikið til úrslita á íslandsmótinu í Stúlknaflokki í DHL-höllinni á fyrri úrslita helgi yngri flokka 2018. Það var lið Keflavíkur sem stóð uppi sem íslandsmeistari 2018. ​ Keflavík lék í undanúrslitunum gegn Ármanni/Val og í hinum undanúrslitaleiknum voru það Haukar sem höfðu betur gegn Njarðvík. Í úrslitaleiknum var það svo Keflavík sem vann Hauka en lokatölur urðu 53:74 fyrir Keflavík. Þjálfari liðsins Marín Rós Karlsdóttir. Elsa Albertsdóttir var valin besti leikmaður úrslitaleiksins. Hún endaði með 6 stig, 16 fráköst, 7 stolna bolta og 3 stoðsendingar.Meira
Mynd með frétt

Fjölnir er íslandsmeistari í 9. flokki drengja 2018!

7 maí 2018Um helgina var leikið til úrslita á íslandsmótinu í 9. flokki drengja í DHL-höllinni á fyrri úrslita helgi yngri flokka 2018. Það var lið Fjölnis sem stóð uppi sem íslandsmeistari 2018. Fjölnir lék í undanúrslitunum gegn Breiðablik og í hinum undanúrslitaleiknum var það KR sem hafði betur gegn Stjörnunni. Í úrslitaleiknum var það svo Fjölnir sem vann KR en lokatölur urðu leiksins urðu 48:63 fyrir Fjölni. Þjálfari liðsins er Birgir Guðfinnsson. Ólafur Ingi Styrmisson var valinn besti leikmaður úrslitaleiksins en hann var með 8 stig, 23 fráköst, 5 stoðsendingar og 4 stolna bolta. Meira
Mynd með frétt

Grindavík er íslandsmeistari í 9. flokki stúlkna 2018!

7 maí 2018Um helgina var leikið til úrslita á íslandsmótinu í 9. flokki stúlkna í DHL-höllinni á fyrri úrslita helgi yngri flokka 2018. Það var lið Grindavíkur sem stóð uppi sem íslandsmeistari 2018. ​ Grindavík lék í undanúrslitunum gegn Keflavík og í hinum undanúrslitaleiknum var það Tindastóll/Þór Akureyri sem hafði betur gegn Njarðvík. Í úrslitaleiknum var það Grindavík sem vann Tindastól/Þór Akureyri en lokatölur urðu 59:27. Þjálfari liðsins er Ellert Magnússon. Elísabet Ýr Ægisdóttir var valin besti leikmaður úrslitaleiksins en hún var með 16 stig, tók 6 fráköst, gaf 2 stoðsendingar, stal 2 boltum og varði 3 skot í leiknum.Meira
Mynd með frétt

Keflavík íslandsmeistari í 7. flokki stúkna 2018!

7 maí 2018Keflavík varð um helgina Íslandsmeistari í 7. flokk9 stúlkna. Síðasta umferðing var leikin í Akurskóla í Njarðvík og sigruðu Keflavíkurstelpur alla leiki sína á mótinu og stóðu því uppi sem Íslandsmeistarar að því loknu. Ásamt Keflavík léku Haukar, KR, ÍR og sameinað lið Þór/Hrunamenn á mótinu en Þór/Hrunamenn höfnuðu í öðru sæti. Þjálfari liðsins er Kristjana Eir Jónsdóttir. Til hamingju Keflavík!Meira
Mynd með frétt

Domino's deild kvenna og karla · Kristófer og Helena valin leikmenn ársins!

4 maí 2018Lokahóf KKÍ var haldið í hádeginu í dag og voru veitt verðlaun til leikmanna, þjálfara og dómara fyrir sín afrek í vetur. Helena Sverrisdóttir og Kristófer Acox voru valin bestu leikmenn Domino's deildanna og þá voru þjálfarar íslandsmeistaraliðanna, þeir Ingvar Þór Guðjónsson Haukum og Finnur Freyr Stefánsson, KR, valdir þjálfarar ársins. Lið ársins og önnur verðlaun voru eftirfarandi:Meira
Mynd með frétt

1. deild kvenna og karla · Eyjólfur og Perla valin leikmenn ársins!

4 maí 2018Í hádeginu fór fram verðlaunaafhending fyrir 1. deildir karla og kvenna á nýloknum tímabili. Veitt voru verðlaun fyrir lið ársins sem og einstaklingsverðlaun. Bestu leikmenn ársins voru valin Perla Jóhannsdóttir frá KR og Eyjólfur Ásberg Halldórsson frá Skallagrím og þá var Finnur Jónsson þjálfari Skallagríms valinn þjálfari ársins í 1. deild karla og Benedikt Rúnar Guðmundsson valinni besti þjálfari 1. deildar kvenna. Önnur verðlaun voru eftirfarandi:Meira
Mynd með frétt

Verðlaunahóf KKÍ 2017-2018 í hádeginu í dag

4 maí 2018Í hádeginu í dag, föstudaginn 4. maí, verður tímabilið gert upp og veitt verða einstaklingsverðlaun í Domino´s deild karla og kvenna og 1. deild karla og kvenna. Verðlaunahófið verður í í veislusölum nýju Laugardalshallarinnar og hefst það kl. 12:00 og hafa verðlaunahafar, forráðamenn liða og fjölmiðlafólki verið boðið. Veitt verða einstaklingsverðlaun fyrir Domino's deild kvenna og karla og í 1. deild kvenna og karla. Meira
Mynd með frétt

Israel Martin tekur við U20 landsliði karla · Evrópumót FIBA í sumar

3 maí 2018​Fyrir skömmu ákvað Arnar Guðjónsson, þjálfari U20 landsliðs karla og aðstoðarþjálfari A-liðs karla, eftir því að fá að segja sig frá störfum hjá KKÍ þegar ljóst var að hann samdi við Stjörnuna um að vera aðalþjálfari liðsins næsta vetur. KKÍ varð við ósk Arnars og í fyrsta lagi þakkar honum frábær störf fyrir íslenska landsliðið á undanförnum árum og þá óskar KKÍ honum alls hins besta í sínum störfum í vetur. Áður hafði verið búið að ganga frá því að Baldur Þór Ragnarsson yrði áfram með liðinu í þjálfarateyminu líkt og undanfarin ár sem aðstoðar- og styrktarþjálfari sem og Israel Martin, þjálfari Tindastóls, sem hafði bæst við í þjálfarateymi liðsins. Nú hefur verið gengið frá því að Israel Martin taki við af Arnari og verði aðalþjálfari liðsins í sumar og Baldur Þór verði honum til aðstoðar og verði styrktarþjálfari liðsins. Meira
Mynd með frétt

Breiðablik íslandsmeistari í 8. flokki drengja 2018!

3 maí 2018Breiðablik varð um helgina íslandsmeistari í 8. flokki drengja eftir úrslitamótið sem haldið var í Ásgarði í Garðabæ. Í A-riðli í lokaumferðinni léku ásamt Breiðablik lið Haukar, Fjölnir, Stjarnan og Njarðvík og varð lokastaða mótsins í þessari röð sem talin var hér á undan. Breiðablik var eina liðið sem vann alla leiki sína á mótinu og voru því strákarnir krýndir íslandsmeistarar 2018. Þjálfari Breiðabliks er Halldór Halldórsson. KKÍ óskar Breiðablik til hamingju!Meira
Mynd með frétt

Úrslit yngri flokka · Fyrri helgin 2018 verður í DHL-höllinni

3 maí 2018Úrslit yngri flokka á þessu tímabili eru síðustu viðburðir Íslandsmótsins 2017/2018 og eru jafnan hápunktur tímabilsins hjá mörgum leikmönnum í yngri flokkunum. Tímabilið í ár hefur verið mjög gott fyrir körfuboltann í landinu og hefur íslenskur körfubolti hefur sjaldan eða aldrei fengið eins mikla athygli og í ár. Dagskrá vegna fyrri helgi úrslita yngri flokka er klár. Leikið verður í DHL-höllinni í umsjón KR. Helgina eftir klárast úrslit yngri flokka og þá verður leikið í Njarðvík í umsjón Njarðvíkur. Dagskrá þeirrar helgar verður gefin út í lok vikunnar.Meira
Mynd með frétt

Stjarnan íslandsmeistari í minnibolta 10 ára drengja 2018!

3 maí 2018Stjarnan varð um helgina íslandsmeistari í minnibolta 10 ára drengja eftir úrslitamótið sem haldið var í Ólafssal í Hafnarfirði. Í A-riðli í lokaumferðinni léku ásamt Stjörnunni lið Breiðabliks, Keflavík, Haukar, Ármann-b, Keflavík-c og Breiðablik-b. Stjarnan vann alla leiki sína á mótinu og voru því strákarnir krýndir íslandsmeistarar 2018 og Breiðablik varð í öðru sæti með fjóra sigra. Þjálfari Stjörnunnar er Árni Ragnarsson. KKÍ óskar Stjörnunni til hamingju!Meira
Mynd með frétt

ÍR íslandsmeistari í minnibolta 10 ára stúlkna 2018!

2 maí 2018ÍR varð um helgina íslandsmeistari í minnibolta 10 ára stúlkna eftir úrslitamótið sem haldið var í Smáranum. Í A-riðli í lokaumferðinni léku ásamt ÍR lið KR, Keflavík, ÍR-b, Vestri og Njarðvík. Leikar fóru þannig að lið ÍR stóð uppi sem sigurvegari og voru þær því krýndar íslandsmeistarar 2018. Þjálfari ÍR er Brynjar Karl Sigurðsson. KKÍ óskar ÍR til hamingju!Meira
Mynd með frétt

Haukar íslandsmeistarar Domino's deildar kvenna 2018!

30 apr. 2018Haukar urðu í kvöld íslandsmeistarar í Domino's deildar kvenna 2017-2018 eftir sigur gegn Val í frábærum oddaleik um titilinn í DB Schenkerhöllinni í Hafnarfirði. Staðan fyrir leikinn í gær í einvíginu var 2-2 og húsið nánast fullt af rúmlega 1.500 áhorfendum sem mætti til leiks í Hafnarfirði og góð stemning meðal stuðningsmanna beggja liða. Leiknum lauk með 74:70 sigri Hauka og þar með var titilinn í höfn í 4. sinn í sögu félagsis en Haukar urðu síðast íslandsmeistarar kvenna árið 2009. Birgir Örn Birgisson, forstjóri Domino's Pizza, afhenti Jónasi Jónmundssyni, formanni KKD Hauka, verðlaunafé fyrir sigurinn, eina milljón, áður en bikarinn fór á loft. Helena Sverrisdóttir var svo í leikslok útnefndur besti leikmaður úrslitakeppninnar en hún var þrennu að meðaltali í úrslitakeppninni allri, með 20.8 stig, 12.5 fráköst, 10.0 stoðsendingar og samtals 32.5 framlagsstig að meðaltali í leik. ​ Þjálfarar Hauka, Ingvar Guðjónsson og Bjarni Magnússon urðu íslandsmeistarar í fyrsta sinn, en báður höfðu þeir hlotið silfur sem þjálfarar Hauka, Ingvar fyrir tveim árum og Bjarni tvisvar, árin 2012 og 2014. Meira
Mynd með frétt

Úrvalsbúðir 2018

30 apr. 2018Nú hafa þjálfarar allra flokka drengja og stúlkna í árgangi 2007, 2006 og 2005 krakka tilnefnt leikmenn úr sínum röðum og sent inn til KKÍ. Búið er að senda í póst boðunarbréf sem berast til leikmannanna í vikunni með boðun í Úrvalsbúðir KKÍ 2018. Úrvalsbúðirnar, sem eru undanfari yngri landsliða Íslands, fara fram á tveim æfingahelgum og munu leimenn í þeim æfa undir leiðsögn reyndra þjálfara ásamt vel völdum gestaþjálfurum og fara yfir ýmis tækniatriði á stöðvaræfingum. Þar verður meðal annars farið yfir og æfð atriði eins og skottækni, sendingar, boltameðferð og sóknarhreyfingar. Æfingabúðirnar verða haldnar tvisvar í sumar yfir tvær helgar og er dagskráin sú sama á báðum helgum. Fyrri helgin hjá drengjum verður dagana 26.-27. maí og sú síðari verður haldin 18.-19. ágúst og æfa stelpur og strákar á sitthvorum staðnum.Meira
Mynd með frétt

ODDALEIKUR Í KVÖLD · Úrslitaleikur um íslandsmeistaratitilinn í Domino's deild kvenna!

30 apr. 2018Í kvöld er komið að stóru stundinni þegar oddaleikur Domino's deildar kvenna fer fram milli Hauka og Vals í DB Schenkerhöllinni að Ásvöllum. Staðan er 2-2 og því verður leikið til þrautar og annað liðið krýnt íslandsmeistari 2018 að leikn loknum. Leikurinn hefst kl. 19:15 og verður sýndur í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og Körfuboltakvöld verður með uppgjör að leik loknum í beinni útsendingu. Þá verður lifandi tölfræði á sínum stað á kki.is. Meira
Mynd með frétt

Keflavík íslandsmeistari í 8. flokki stúlkna 2018!

30 apr. 2018Keflavík varð í gær íslandsmeistari í 8. flokki stúlkna eftir úrslitamótið í flokknum sem haldið var í Grindavík. Í riðlinum léku Keflavík, Grindavík, Haukar, Þór Þ. og Þór Ak. og fóru leikar þannig að Grindavík og Keflavík léku hreinan úrslitaleik um titilinn í lokaleik mótsins. Leiknum lauk með sigri Keflavíkur 34:24 og þar með urðu þær íslandsmeistarar 2018. Grindavík hlaut því silfur og Haukar urðu í þriðja sæti og þar á eftir Þór Akureyri og Þór Þorlákshöfn.Meira
Mynd með frétt

KR íslandsmeistari Domino's deildar karla 2018!

29 apr. 2018KR varð í gær íslandsmeistari Domino's deildar karla 2017-2018 eftir sigur á Tindastól í DHL-höllinni í Vesturbænum. Staðan fyrir leikinn í gær í einvíginu var 2-1 og var fullt út úr dyrum löngu fyrir leik og góð stemning. Leiknum lauk með 89:73 sigri KR og þar með var titilinn í höfn. Þetta er í 5. sinn í röð sem KR verður íslandsmeistari sem er met í sögu úrslitakeppninnar eftir að núverandi fyrirkomulag var tekið upp árið 1984, en gamla metið var einnig í eigu KR (fjórum sinnum). Frá upphafi eða árið 1951 var þetta 17. íslandsmeistaratitill KR í íslandsmóti meistaraflokks karla í körfuknattleik. Kristófer Acox var svo í leikslok útnefndur besti leikmaður úrslitakeppninnar en hann var með 15.5 stig að meðaltali, 10.5 fráköst og samtals 24.5 framlagsstig. Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, jafnaði met þjálfara yfir flesta titla, fimm talsins, í sögu úrslitakeppninnar. Meira

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira