27 júl. 2018U18 lið drengja hefur keppni í B-deild Evrópukeppninnar sem haldin verður í Skopje í Makedóníu í dag kl. 16:45 á móti Makedóníu.
Mótið fer fram 27. júlí-5. ágúst og mæta strákarnir okkar í riðlakepninni Makedóníu, Tékklandi, Hollandi, Luxembourg, Ísrael og Svíþjóð. Eftir riðlakeppnina verður svo leikið um sæti en þrjár efstu þjóðirnar tryggja sér sæti í A-deild U18 á næsta ári. 49 af 51 þjóð innan FIBA Europe senda lið til keppni í Evrópukeppni U18 karla, 16 þjóðir eru í A-deild, 24 í B-deild og 9 í C-deild.
Meira