Fréttir

Nýjustu fréttir

Mynd með frétt

KR íslandsmeistari Domino's deildar karla 2018!

29 apr. 2018KR varð í gær íslandsmeistari Domino's deildar karla 2017-2018 eftir sigur á Tindastól í DHL-höllinni í Vesturbænum. Staðan fyrir leikinn í gær í einvíginu var 2-1 og var fullt út úr dyrum löngu fyrir leik og góð stemning. Leiknum lauk með 89:73 sigri KR og þar með var titilinn í höfn. Þetta er í 5. sinn í röð sem KR verður íslandsmeistari sem er met í sögu úrslitakeppninnar eftir að núverandi fyrirkomulag var tekið upp árið 1984, en gamla metið var einnig í eigu KR (fjórum sinnum). Frá upphafi eða árið 1951 var þetta 17. íslandsmeistaratitill KR í íslandsmóti meistaraflokks karla í körfuknattleik. Kristófer Acox var svo í leikslok útnefndur besti leikmaður úrslitakeppninnar en hann var með 15.5 stig að meðaltali, 10.5 fráköst og samtals 24.5 framlagsstig. Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, jafnaði met þjálfara yfir flesta titla, fimm talsins, í sögu úrslitakeppninnar. Meira
Mynd með frétt

KR-Tindastóll í kvöld kl. 20:00 · Fer bikarinn á loft eða verður oddaleikur?

28 apr. 2018Í kvöld kl. 20:00 mætast KR og Tindastóll í fjórða leiknum í lokaúrslitum Domino's deildar karla. Leikurinn fer fram í DHL-höllinni í Vesturbænum og verður leikurinn í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og strax eftir leik verður Körfuboltakvöld í beinni. Staðan í einvíginu er 2-1 fyrir KR en þrjá sigra þarf til að verða íslandsmeistarar 2018. Verði oddaleikur fer hann fram á þriðjudaginn, 1. maí á Sauðárkróki. Handhafar KKÍ-aðgöngukorta athugið: Í gær var auglýst afhending miða til korthafa fyrirfram því KKÍ kort verða ekki tekin gild á leikdegi við hurð. Eingöngu verður tekið við miðum og miðar seldir á meðan húsrúm leyfir. ​Meira
Mynd með frétt

Njarðvík íslandsmeistarar B-liða árið 2018

27 apr. 2018Njarðvík-b eru íslandsmeistarar B-liða árið 2018 en úrslitaleikur B-liða fór fram í gær í Njarðvík. Það voru Njarðvík-b og Stjarnan-b sem léku til úrslita en liðin voru tvö efstu B-liða sem léku í 2. deild í vetur og urðu lokatölur 82:65 Njarðvík-b í vil. Lið Njarðvíkur var því krýnt íslandsmeistari í leikslok en með liðinu leika fjölmargir fyrrverandi landsliðsmenn og reynsluboltar úr efstu deild. #korfubolti​Meira
Mynd með frétt

Afhending miða til korthafa fyrir leik KR og Tindastóls!

26 apr. 2018KKÍ vill koma á framfæri tilkynningu frá KKD KR að vegna mikils áhuga á leik fjögur í úrslitaviðureign KR og Tindastóls um íslandsmeistaratitilinn 2018 í Domino's deildinni að þá þurfa handhafar KKÍ-aðgöngukorta sem ætla á leikinn á laugardaginn að nálgast aðgöngumiða fyrirfram gegn framvísun KKÍ-korts á skrifstofu KR á milli kl. 12-13 og 18-19 á morgun, föstudaginn 27. apríl. KKÍ kort verða ekki tekin gild á leikdegi við hurð. Meira
Mynd með frétt

Úrslita Domino's deildar kvenna: Valur-Haukar kl. 18:00 í kvöld · Leikur 4

26 apr. 2018Í kvöld er komið að risaleik í úrslitum Domino's deildar kvenna þegar Valur og Haukar mætast í Valshöllinni að Hlíðarenda kl. 18:00. Staðan í einvíginu er 2-1 fyrir Hauka og því mun annaðhvort verða oddaleikur á mánudaginn, nái Valsstúlkur í sigur í kvöld, eða þá að íslandsmeistarabikarinn mun fara á loft takist Haukum að vinna og þar með einvígið. Leikurinn í dag verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst hann kl. 18:00 og hvetur KKÍ körfuknattleiksaðdáendur til að fjölmenna á leikinn.Meira
Mynd með frétt

U15 liðin valin · 18 leikmenn drengja og stúlkna

25 apr. 2018Þjálfarar U15 ára landsliðanna hafa nú valið sína lokahópa fyrir sumarið 2018. Alls eru 18 leikmenn valdir hjá stúlkum og drengjum sem skipa tvö 9 manna landslið og taka liðin þátt á Copenhagen-Invitational mótinu í Farum í Danmörku um miðjan júní. Það eru þeir Ingvar Guðjónsson sem þjálfar stelpurnar og Hjalti Þór Vilhjálmsson sem þjálfar strákana. Atli Geir Júlíusson verður Ingvari til aðstoðar og Skúli Ingibergur Þórarinsson aðstoðar Hjalta Þór. Eftirtaldir leikmenn skipa liðin:Meira
Mynd með frétt

Úrslitakeppni Domino's deildar karla: Tindastóll-KR í kvöld · Leikur 3

25 apr. 2018Tindastóll og KR mætast í þriðja sinn í kvöld í lokaúrslitum Domino's deildar karla. Leikurinn fer fram á Sauðárkróki og verður hann sýndur í beinni á Stöð 2 Sport kl. 19:15. Lifandi tölfræði verður á sínum stað á kki.is. Staðan í einvíginu er 1-1 en það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki verður Íslandsmeistari 2018!Meira
Mynd með frétt

Fjölnir íslandsmeistari í 7. flokki drengja 2018

24 apr. 2018Fjölnir varð um helgina íslandsmeistari 2018 í 7. flokki drengja eftir lokamótið í A-riðli sem fram fór um helgina í Rimaskóla. Fjölnisdrengir stóðu uppi sem sigurvegarar mótsins og voru því krýndir Íslandsmeistarar 2018. Þjálfari strákana er Sævaldur Bjarnason. Meira
Mynd með frétt

Úrslit Domino's deildar kvenna: Haukar-Valur í kvöld · Leikur 3

24 apr. 2018Haukar og Valur mætast í þriðja sinn í kvöld kl. 19:15 í DB Schenkerhöllinni að Ásvöllum í Hafnarfirði og verður leikurinn í kvöld verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport. Haukar unnu fyrsta leik liðanna og Valur jafnaði metin í síðasta leik og staðan því 1-1. Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki í einvíginu lyftir Íslandsmeistari 2018 í Domino's deildinni.Meira
Mynd með frétt

KR Íslandsmeistari MB 11 ára stúlkna 2018

23 apr. 2018KR varð um helgina íslandsmeistari 2018 í minnibolta 11 ára stúlkna eftir lokamótið í A-riðli sem fram fór um helgina í Grindavík. Það voru KR-stúlkur sem stóðu uppi sem sigurvegarar mótsins og voru því krýndar Íslandsmeistarar 2018. Þjálfari stúlknanna er Halldór Karl Þórsson. Það var Eyjólfur Guðlaugsson, gjaldkeri KKÍ, sem afhenti verðlaunin í leikslok. Til hamingju KR! #korfubolti​Meira
Mynd með frétt

Kristinn Óskarsson í Noregi

23 apr. 2018Kristinn Óskarsson, dómari og FIBA leiðbeinandi (FIBA Instructor) var um nýliðina helgi við störf í Noregi á vegum FIBA Europe. Haustið 2016 var Kristinn skipaður í hóp alþjóðlegra eftirlitsmanna til þess að aðstoða um tuttugu lönd í Evrópu við að bæta dómgæslu innan þeirra landa. Kristinn hefur yfirumsjón með því starfi sem unnið er í Noregi þar veitir hann dómurum endurgjöf og leiðbeiningar. Meira
Mynd með frétt

Úrslit Domino's deildar karla: KR-Tindastóll · Leikur 2 í kvöld!

22 apr. 2018Í kvöld mætast öðru sinni KR og Tindastóll í lokaúrslitum Domino's deildar karla. Leikurinn fer fram á heimavelli KR í DHL-höllinni í Frostaskjóli og hefst hann kl. 19:15. Stöð 2 Sport verður á staðnum og sendir í beinni útsendingu. Lifandi tölfræði verður á sínum stað á kki.is. Allt um dagskrá úrslitanna, úrslit leikja og tölfræði og stöðu einvíga má sjá hérna á kki.is/urslitakeppni.Meira
Mynd með frétt

Úrslit Domino's deild kvenna: Valur-Haukar · Leikur 2

21 apr. 2018Í dag er komið að öðrum leik Vals og Hauka í lokaúrslitum Domino's deild kvenna og fer leikur dagsins fram í Valshöllinni að Hlíðarenda. Haukar unnu fyrsta leik liðanna á fimmtudaginn var og eru því 1-0 yfir í einvíginu. Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki í einvíginu lyftir Íslandsmeistari 2018 í Domino's deildinni. Leikurinn í dag verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport og hefst hann kl. 16:00. -> Saga úrslitakeppni kvenna -> Meistaratitlar kvenna Leikdagar í úrslitum kvenna verða sem hér segir: Leikur 1 · 19. apríl kl. 19:15 · Haukar-Valur Leikur 2 · 21. apríl kl. 16:00 · Valur-Haukar Leikur 3 · 24. apríl kl. 19:15 · Haukar-Valur Leikur 4 · 27. apríl kl. 19:15 · Valur-Haukar (ef þarf) Leikur 5 · 30. apríl kl. 19:15 · Haukar-Valur (ef þarf) #korfubolti #dominos365Meira
Mynd með frétt

Úrslit Domino's deildar karla: Tindastóll-KR hefst í kvöld!

20 apr. 2018Í kvöld er komið að því að lokaúrslit Domino's deildar karla hefjist þegar Tindastóll og KR mætast í sínum fyrsta leik í úrslitunum á Sauðárkróki. Leikurinn hefst kl. 19:15 og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport. Lifandi tölfræði verður á sínum stað á kki.is. Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki lyftir verður krýnt Íslandsmeistari 2018 í Domino's deildinni. Sömu lið mættust einnig í úrslitunum 2015 þar sem KR hafði betur og þá mættust liðin einnig í Maltbikar úrslitaleiknum í janúar þar sem Tindastóll hafði sigur og því ljóst að framundan verður hörku barátta um titilinn í ár. Úrslitarimman hefst á Sauðárkróki, þar sem Tindastóll á heimavallarréttinn í seríunni, og verður fyrsti leikurinn á föstudaginn kemur kl. 19:15. Meira
Mynd með frétt

Úrslit Domino's deildar kvenna: Haukar-Valur hefst í kvöld!

19 apr. 2018Í kvöld er komið að því að lokaúrslit Domino's deildar kvenna 2017-2018 hefjist þegar Haukar og Valur mætast í sínum fyrsta leik. Leikar hefjast á heimavelli Hauka, í DB Schenkerhöllinni að Ásvöllum, og hefst leikurinn kl. 19:15 og verður í beinni á Stöð 2 Sport. ​Það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki í einvíginu lyftir Íslandsmeistari 2018 í Domino's deildinni.Meira
Mynd með frétt

Bob Mckillop til Íslands í júní · Þjálfaranámskeið KKÍ 3.a

18 apr. 2018Bob McKillop kemur til Íslands í sumar og verður aðalfyrirlesari á þjálfaranámskeiði KKÍ þjálfari 3.a dagana 1.-3. júní. Bob McKillop hefur verið aðalþjálfari Davidson háskólans í NCAA undanfarin 29 ár eða frá árinu 1989. Bob var meðal annars þjálfari Stephen Currys á sínum tíma, sem er ein stærsta stjarnan NBA-deildarinnar í dag, og er auðvitað núverandi þjálfari Jón Axels Guðmundssonar, sem leikur með liðinu við góðan orðstír þessa dagana. Liðið komst í 64-liða úrslit háskólaboltans í ár sem dæmi.Meira
Mynd með frétt

Álftanes íslandsmeistari 3. deildar karla 2018

16 apr. 2018Vestri-b og Álftanes léku til úrslita í 3. deild karla á laugardaginn og var leikið í íþróttahúsinu á Bolungarvík um íslandsmeistaratitilinn í hreinum úrslitaleik. Lokatölur leiksins urðu 72:82​ fyrir Álftanes sem eru því íslandsmeistarar 3. deildar karla 2018. Bæði lið voru búinn að tryggja sér sæti í 2. deild karla á næsta ári fyrir leikinn með þátttöku sinni í úrslitaleiknum og léku því upp á titilinn í þessum úrslitaleik. ​ KKÍ óskar Álftanesi til hamingju með titilinn! #korfuboltiMeira
Mynd með frétt

Tölfræðinámskeið um helgina tókst vel

16 apr. 2018Á sunnudaginn hélt KKÍ tölfræðinámskeið þar sem 14 manns mættu til leiks og ýmist á fræðilegan hluta fyrir hádeigi og/eða á verklegan hluta eftir hádegi. Jón Svan Sverrisson kenndi námskeiðið en hann hefur tölfræðiskrásetjara vottun frá FIBA og er umsjónarmaður tölfræðimála fyrir KKÍ. Farið var yfir helstu atriði sem þarf að hafa í huga til að statta vel og samkvæmt fræðunum og í verklega hlutanum var notast við 9. flokks leiki á fjölliðamóti sem fram fór í Garðabæ. Kynntar voru breytingar á forritinu frá FIBA Live Stats (útgáfu 7.0) en hún verður notuð frá og með næsta tímabili. Þátttakendur voru 4 frá Þór Akureyri, 3 frá Skallagrím og svo 1 frá Þór Þorlákshöfn, ÍR, Grindavík, Fjölni og Stjörnunni og svo 2 ófélagsbundnir að auki.Meira
Mynd með frétt

Úrslit Domino's deildar karla · Tindastóll-KR

16 apr. 2018Á laugardaginn tryggði KR sér sæti í lokaúrslitum Domino's deildar karla eftir sigurleik gegn Haukum og því ljóst að það verða Tindastóll og KR sem leika um íslandsmeistaratitilinn í ár. Sömu lið mættust einnig 2016 en KR hafa orðið íslandsmeistarar frá árinu 2013 eða fjögur ár í röð. Liðin mættust einnig í Maltbikar úrslitaleiknum í ár þar sem Tindastóll hafði sigur og því ljóst að framundan verður hörku barátta um titilinn í ár. Úrslitarimman hefst á Sauðárkróki, þar sem Tindastóll á heimavallarréttinn í seríunni, og verður fyrsti leikurinn á föstudaginn kemur kl. 19:15. Meira
Mynd með frétt

Úrslit Domino's deildar kvenna · Haukar-Valur

16 apr. 2018Á föstudaginn réðust úrslit í undanúrslitum kvenna þegar Valur tryggði sér sæti í lokaúrslitum Domino's deildar kvenna á þessu tímabili þar sem liðið mun mæta liði Hauka. Úrslitarimman hefst á heimavelli Hauka á fimmtudaginn kemur, 19. apríl en líkt og áður verður það lið sem fyrr vinnur þrjá leiki krýnt íslandsmeistari Domino's deildar kvenna í ár.Meira

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira