Fréttir

Nýjustu fréttir

Mynd með frétt

Breiðablik meistari 2. deildar 10. flokks stúlkna

17 maí 2023Breiðablik varð meistari 2. deildar 10. flokks stúlkna á sunnudag með sigri á Val í úrslitaleik í Blue höll Keflavíkur. Eftir jafnan leik framan af náði Breiðablik forystunni um miðbik þriðja leikhluta og unnu að lokum 16 stiga sigur, 79-63. Þjálfari stúlknanna er Ívar Ásgrímsson. Embla Hrönn Halldórsdóttir var valin maður leiksins, en hún skilaði 25 stigum, 13 fráköstum, 8 stolnum boltum og 4 stoðsendingum. Til hamingju Breiðablik!Meira
Mynd með frétt

Fjölnir meistari 2. deildar 9. flokks stúlkna

17 maí 2023Fjölnir varð meistari 2. deildar 9. flokks stúlkna á sunnudag með sigri á Val í úrslitaleik á Meistaravöllum. Eftir jafnan leik framan af tók Fjölnir öll völd og vann að lokum 14 stiga sigur, 57-43. Þjálfari stúlknanna er Andri Þór Kristinsson. Helga Björk Davíðsdóttir var valin maður leiksins, en hún skilaði 13 stigum og 13 fráköstum, þar af 10 sóknarfráköstum. Til hamingju Fjölnir!Meira
Mynd með frétt

Stjarnan Íslandsmeistari 10. flokks drengja

16 maí 2023Stjarnan varð Íslandsmeistari 10. flokks drengja á laugardag með sigri á Breiðablik í úrslitaleik í Blue höll Keflavíkur. Sigur Stjörnunnar var öruggur, en þeir leiddu allan leikinn og höfðu að lokum 33 stiga sigur, 107-74. Þjálfari drengjanna er Snorri Örn Arnaldsson. Atli Hrafn Hjartarson var valinn maður leiksins, en hann skilaði 23 stigum, 7 fráköstum og 12 stolnum boltum. Til hamingju Stjarnan!Meira
Mynd með frétt

Tindastóll meistari 2. deildar ungmennaflokks karla

16 maí 2023Tindastóll varð meistari 2. deildar ungmennaflokks karla á laugardag með sigri á Grindavík í framlengdum í úrslitaleik í Blue höll Keflavíkur. Leikurinn var þrælspennandi, og eins og áður sagði þurfti framlengingu til að fá niðurstöðu, en Tindastóll hafði sigur að lokum 94-91. Þjálfari drengjanna er Kalvin Lewis. Örvar Freyr Harðarson var valinn maður leiksins, en hann skilaði 27 stigum og 9 fráköstum. Til hamingju Tindastóll!Meira
Mynd með frétt

Hamar/Þór meistari 3. deildar 10. flokks drengja

16 maí 2023Hamar/Þór varð meistari 3. deildar 10. flokks drengja á laugardag með sigri á Val b í úrslitaleik í Blue höll Keflavíkur. Hamar/Þór leiddi allan leikinn og sigldu öruggum sigri í hús, 88-71. Þjálfari drengjanna er Halldór Karl Þórsson. Halldór Benjamín Halldórsson var valinn maður leiksins, en hann skilaði 17 stigum, 19 fráköstum, 4 stoðsendingum og 2 stolnum boltum. Til hamingju Hamar/Þór!Meira
Mynd með frétt

Valur meistari 4. deildar 10. flokks drengja

15 maí 2023Valur varð meistari 4. deildar 10. flokks drengja á laugardag með sigri á Fylki í úrslitaleik í Blue höll Keflavíkur. Leikurinn var jafn lengst af jafn, en eftir að Valur náði forystunni létu þeir hana aldrei af hendi og sigldu sigri í hús, 79-62. Þjálfari drengjanna er Halldór Geir Jensson. Samuel Alejandro var valinn maður leiksins, en hann skilaði 25 stigum, 12 fráköstum og 7 stolnum boltum. Til hamingju Valur!Meira
Mynd með frétt

Stjarnan Íslandsmeistari 11. flokks drengja

15 maí 2023Stjarnan varð Íslandsmeistari 11. flokks drengja á föstudag með sigri á ÍR í úrslitaleik í Blue höll Keflavíkur. Leikurinn var þrælspennandi og skiptust liðin 13 sinnum á forystu og 9 sinnum var jafnt í leiknum. ÍR leiddi með þremur stigum í hálfleik, en góður seinni hálfleikur Stjörnunnar tryggði þeim 80-92 sigur. Þjálfari drengjanna er Ingi Þór Steinþórsson. Viktor Jónas Lúðvíksson var valinn maður leiksins, en hann skilaði 33 stigum, 15 fráköstum og 3 vörðum skotum. Til hamingju Stjarnan!Meira
Mynd með frétt

Stjarnan Íslandsmeistari 10. flokks stúlkna

15 maí 2023Stjarnan varð Íslandsmeistari 10. flokks stúlkna á föstudag með sigri á Keflavík í úrslitaleik í Blue höll Keflavíkur. Sigur Stjörnunnar var aldrei í hættu, en Stjörnuliðið leiddi frá fyrstu mínútu og vann með 39 stigum, 97-58. Þjálfari Stjörnunnar er Adama Darboe. Kolbrún María Ármannsdóttir var valin maður leiksins, en hún skilaði 38 stigum, 19 fráköstum, 5 stolnum boltum og hitti úr 15 af 19 skotum sínum. Til hamingju Stjarnan!Meira
Mynd með frétt

Úrslitaviðureign 12. flokks karla hefst í dag

14 maí 2023Úrslitaviðureign 12. flokks karla hefst í dag þegar ÍR tekur á móti Breiðablik. Viðureignin er nýlunda í keppnishaldi yngri flokka, en þetta er í fyrsta sinn þar sem leikin er sería til úrslita um Íslandsmeistaratitil yngri flokka. Í þessari seríu þarf að vinna tvo leiki til að standa uppi sem Íslandsmeistari.Meira
Mynd með frétt

Haukar Íslandsmeistarar 8. flokks stúlkna

12 maí 2023Haukar tryggðu sér Íslandsmeistaratitil 8. flokks stúlkna í lokamóti flokksins á Ásvöllum í Hafnarfirði um helgina. Haukar tryggði sér sigurinn með sigri á Stjörnunni í lokaleik A riðils, 35-31, en höfðu áður unnið gegn Ármanni og Keflavík, en tapað gegn Fjölni. Stjarnan vann silfrið, en þær unnu þrjá leiki af fjórum. Til hamingju Haukar!Meira
Mynd með frétt

Úrslit yngri flokka hefjast í dag

12 maí 2023Úrslitaleikir eldri yngri flokka hefjast í dag, en úrslitaleikirnir fara fram dagana 12.-16. maí í Blue höll Keflavíkur og á Meistaravöllum hjá KR. Leikið verður í 9. flokki og eldri, þar sem lið í 1. deildum kljást um Íslandsmeistaratitla, en lið í neðri deildum um meistaratitil viðkomandi deildar. Hægt verður að horfa á beint streymi af leikjunum í Blue höllinni á https://keftv.is/beint/ og frá Meisaravöllum á https://www.youtube.com/@krbasket7603. Hægt er að sjá leikjaniðurröðun allra leikja á mótavef KKÍ https://kki.is/motamal/leikir-og-urslit/motayfirlit/.Meira
Mynd með frétt

Úrslitaviðureign 12. flokks kvenna hefst í dag

11 maí 2023Úrslitaviðureign 12. flokks kvenna hefst í kvöld þegar KR tekur á móti Þór Þ./Hamar. Viðureignin er nýlunda í keppnishaldi yngri flokka, en þetta er í fyrsta sinn þar sem leikin er sería til úrslita um Íslandsmeistaratitil yngri flokka. Í þessari seríu þarf að vinna tvo leiki til að standa uppi sem Íslandsmeistari.Meira
Mynd með frétt

Breiðablik Íslandsmeistari MB11 ára drengja

10 maí 2023Breiðablik tryggði sér Íslandsmeistaratitil minnibolta 11 ára drengja í lokamóti flokksins í Glerárskóla á Akureyri um helgina. Breiðablik tryggði sér sigurinn með sigri á Stjörnunni í lokaleik A riðils, 32-25, en höfðu áður unnið gegn Selfossi, Þór Þ./Hamar, Stjörnunni b og Sindra. Stjarnan vann silfrið, en þeir unnu þrjá leiki af fimm. Til hamingju Breiðablik!Meira
Mynd með frétt

Stjarnan Íslandsmeistari MB11 ára stúlkna

10 maí 2023Stjarnan tryggði sér Íslandsmeistaratitil minnibolta 11 ára stúlkna í lokamóti flokksins í Glerárskóla á Akureyri um helgina. Stjarnan tryggði sér sigurinn með sigri á Val í lokaleik A riðils, 26-21, en höfðu áður unnið gegn Hrunamönnum, Aþenu/Leikni/UMFK og Grindavík en tapað gegn Njarðvík. Valur vann silfrið, en þær unnu fjóra leiki af fimm. Til hamingju Stjarnan!Meira
Mynd með frétt

Stjarnan Íslandsmeistari 8. flokks drengja

10 maí 2023Stjarnan tryggði sér Íslandsmeistaratitil 8. flokks drengja í lokamóti flokksins í Umhyggjuhöllinni í Garðabæ um helgina. Stjarnan tryggði sér sigurinn með sigri á Fjölni í lokaleik A riðils, 55-47, en höfðu áður unnið gegn KR, Aftureldingu og Grindavík. Fjölnir vann silfrið, en þeir unnu þrjá leiki af fjórum. Til hamingju Stjarnan!Meira
Mynd með frétt

Kostuð meistaranámsstaða - Karlalandslið

10 maí 2023KKÍ og íþróttafræði HR auglýsa kostaða meistaranámsstöðu: KOSTUÐ MEISTARANÁMSSTAÐA - KARALANDSLIÐ Laus er til umsóknar námsstaða í meistaranámi í íþróttavísindum og þjálfun (MSc) við íþróttafræðideild Háskólans í Reykjavík. Staðan eru kostuð af Háskólanum í Reykjavík (HR) og Körfuknattleikssambandi Íslands (KKÍ) og munu nemandi ekki greiða skólagjöld meðan á námstíma stendur. Umsóknarfrestur er til 15. maí og mun nemandi hefja nám strax á haustönn, samkæmt skóladagatali. Skuldbindingar nemanda eru eftirfarandi:Meira
Mynd með frétt

NIÐURSTAÐA AGA- OG ÚRSKURÐARNEFNDAR KKÍ 9 MAÍ 2023

9 maí 2023Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í agamáli sem henni hafði borist til úrlausnar.Meira
Mynd með frétt

U20 ára landslið karla 2023

5 maí 2023Fyrsti æfingahópur U20 karla hefur verið boðaður til æfinga fyrir sumarið 2023 um 40 leikmenn hafa verið valdir til að mæta til fyrstu æfinga liðsins sem verða í kvöld og um helgina. Lokahópurinn verður svo valinn í kjölfarið en liðið mun keppa á NM og EM í sumar en Norðurlandamótið fer fram í lok júní í Svíþjóð og svo tekur liðið þátt í stóru verkefni þegar A-deild á Evrópumóts FIBA fer fram í júlí á Krít í Grikklandi. Eftirtaldir leikmenn voru boðaðir í æfingahóp U20 karla:Meira
Mynd með frétt

NIÐURSTAÐA AGA- OG ÚRSKURÐARNEFNDAR KKÍ 2 maí 2023

3 maí 2023Aga- og úrskurðarnefnd hefur komist að niðurstöðu í agamáli sem henni hafði borist til úrlausnar.Meira
Mynd með frétt

U20 ára landslið kvenna 2023

3 maí 2023U20 leikmannahópurinn fyrir sumarið 2023 er klár en 17 leikmenn hafa verið valdir til að mæta til fyrstu æfinga liðsins síðar í mánuðinum. 12 leikmenn verða svo valdar til að keppa á NM og EM í sumar en Norðurlandamótið fer fram í lok júní í Svíþjóð og FIBA EM mótið fer fram í júlí í Rúmeníu. Aðrir leikmenn verða áfram í æfingahóp og til vara ef upp koma meiðsl. Leikmenn U20 kvenna í sumar:Meira

Þessi síða notar vafrakökur Lesa meira